Íslensk erfðagreining mælist hæst fyrirtækja á Sjálfbærniásnum árið 2024.

Alls hlutu 16 fyrirtæki viðurkenningu Sjálfbærniássins 2024.

Sjálfbærniásinn 2024 var kynntur í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 4. september 2024. Íslensk erfðagreining mældist hæst þeirra fyrirtækja sem mæld voru en alls hlutu 16 fyrirtæki viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni.

Sjálfbærniásinn metur viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni. Mælingin er svar við aukinni kröfu viðskiptavina og annarra hagaðila um að fyrirtæki leggi meiri áherslu á sjálfbærni.

Markmiðið er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á viðhorfi til vörumerkja í tengslum við frammistöðu þeirra varðandi sjálfbærni.

Niðurstöður

Fyrirtækin hlutu 0 til 100 stig þar sem 0-49 stig er talin slæm frammistaða, 50-59 stig meðalgóð frammistaða, 60-69 stig er góð frammistaða og 70 stig og yfir er afbragðsgóð frammistaða.

Í ár voru birtar niðurstöður fyrir 47 fyrirtæki í 14 atvinnugreinum.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 63% þjóðarinnar telja að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra gagnvart fyrirtækjum. Þetta viðhorf er sérstaklega sterkt meðal yngri kynslóða, þar sem 76% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára telja sjálfbærni fyrirtækja hafa mikil eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra.

Viðmið Sjálfbærniássins

Mældir markaðir

Sá markaður sem fékk heilt yfir flest stig var fyrirtæki á alþjóðamarkaði og sá markaður sem fékk heilt yfir fæst stig var markaðurinn sjávarútvegsfyrirtæki.

Stigalægsta fyrirtækið hlaut 34 stig af 100 mögulegum og stigahæsta fyrirtækið hlaut 86 stig. Það fyrirtæki sem hlaut flest stig allra mældra fyrirtækja er Íslensk erfðagreining með 86 stig. Indó mældist með næsthæstu einkunn, 85 stig og Össur með þriðju hæstu einkunnina, 84 stig.

Viðurkenningar voru veittar á hverjum markaði fyrir sig auk þess sem fyrirtæki sem mældust með afbragðsgóða einkunn hlutu sérstaka viðurkenningu. 

Öllum þeim fyrirtækjum sem eru mæld gefst kostur á að kaupa niðurstöðurnar.

Heildarmeðaltal markaða

Meðaltal fyrirtækja

Meðaltal fyrirtækja eftir mörkuðum

Við óskum vinningshöfum Sjálfbærniássins 2024 innilega til hamingju